Hide

Problem A
Afjörmun

Languages en is
/problems/afjormun/file/statement/is/img-0001.png
Svampur Sveinsson (mynd fengin af deviantart.com)
Eflaust hafið þið tekið eftir svokölluðum “memes” (sem við köllum jörm á góðri íslensku) sem hafa verið að spretta upp á internetinu á síðustu árum. Eitt af þessum jörmum er kallað “Spongebob meme” eða Sveinssonar-jarmið, þar sem settur er kaldhæðnislegur texti yfir mynd af Svampi Sveinssyni. Það sem er athyglisvert við þessi jörm er að textinn er skrifaður þannig að stafir eru skrifaðir sem hástafir og lágstafir til skiptis. Verkefnið er að breyta “Sveinsson-jörmuðum” streng yfir á þannig form að fyrsta orð í setningu byrjar með stórum staf, en öll hin orðin í setningunni eftir fyrsta orðið innihalda einungis litla stafi. Við köllum þessa aðgerð að “afjarma” streng. Dæmi um streng sem væri “Sveinsson-jarmaður” væri textinn “FoRrItUn Er SkEmMtIlEg.”, en afjarmaður texti myndi þá vera “Forritun er skemmtileg.”

Inntak

Fyrsta línan inniheldur töluna $n$ ($1 \leq n \leq 10^4$), fjölda setninga í jarmaða textanum. Næstu $n$ línurnar munu innihalda eina jarmaða setningu hver. Hver setning er allt að $300$ stafir að lengd.

Athugið að setning endar alltaf á punkti og að fyrsti stafurinn í hverri setningu getur annaðhvort verið lítill stafur eða stór stafur. Athugið einnig að allir stafir eru enskir stafir.

Úttak

Skrifið út sömu setningar sem bárust í inntakinu, í sömu röð, nema hver setning sem er prentuð út skal vera afjörmuð.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

$n = 1$

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
1
FoRrItUn Er SkEmMtIlEg.
Forritun er skemmtileg.
Sample Input 2 Sample Output 2
2
tHe MiToChOnDrIa Is ThE pOwErHoUsE oF tHe CeLl.
MeMeS aRe FuN.
The mitochondria is the powerhouse of the cell.
Memes are fun.