Hide

Problem M
Mætingarlisti

Languages en is
/problems/maetingarlisti/file/statement/is/img-0001.jpg
Skólastofa (mynd fengin af flickr.com)

Mætingarlisti er látinn ganga um skólastofu þar sem hver nemandi skráir nafnið sitt einu sinni fyrir neðan síðasta nafn (fyrsta manneskjan skrifar nafnið sitt efst). Stofan samantendur af $r$ röðum þar sem hver röð er með $c$ stóla. Vitað er að stofan er fullsetin. Verkefni þitt er að skrifa forrit sem segir til um hvort mætingarlistinn var látinn ganga frá vinstri til hægri eða öfugt, fyrir hverja röð í skólastofunni.

Athugið að hver röð lét listann ganga annaðhvort frá vinstri til hægri eða öfugt, það er ekki möguleiki á neinu öðru.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur þrjár heiltölur $4 \leq n \leq 10^5$, $r$, og $c$, þar sem $n = r \cdot c$. Síðan koma $r$ línur, hver lína með $c$ nöfnum, þar sem hver lína táknar eina röð af nemendum. Síðan fylgja $n$ línur, hver lína með einu nafni, sem táknar mætingarlistann.

Hvert nafn er $2$ til $20$ enskir lágstafir að lengd, og $c \geq 2$.

Úttak

Út skal prenta $r$ línur, þar sem lína $i$ er annaðhvort left ef að mætingarlistinn var látinn ganga frá vinstri til hægri í röð $i$, en right annars.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

$4 \leq n \leq 50$

2

90

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
6 2 3
benni arnar unnar
bjarki atli hannes
benni
arnar
unnar
hannes
atli
bjarki
left
right
Sample Input 2 Sample Output 2
4 2 2
patryk anna
karl unnsteinn
patryk
anna
karl
unnsteinn
left
left